Langar þig að umbreyta, uppfæra gera meðvitaðar breytingar í eigin lífi?
Upplifðu eigin djúpferð.
Djúpferð vinnur á þremur sviðum vitundar. Rökheila, undirvitund og líkama.
Afhverju er einfaldara að skapa breytingu með djúpferð heldur en skref fyrir skref plani?
Djúpferð vs. eingöngu rökhugsun….
Í flestum tilvikum er það undirvitundin og líkaminn, okkar innra skjala- og minningarbókasafn sem stýrir ákvörðunum okkar. Í raun stýrast 95% gjörða okkar af fræjum/munstrum/hegðun sem eiga sér rætur í undirvitund og líkama.
Kjarni hvers tíma
Djúpferð hefst á samtali þar sem við skoðum þá breytingu sem þú vilt upplifa í þínu lífi, út frá því ertu leidd/ur í djúpferð, samtal við undirvitundina þar sem við plöntum nýju fræi að breytingu. Að lokum vinnum við með líkama ýmist með tónheilun eða reiki til þess að aðstoða vefi og vefjaminningarbankann að hreyfa það í gegn sem hefur tekið sér festu.
Djúpferð er máttug og einföld leið til þess byrja að lifa áreynslulaust það sem þú vilt láta stýra ferðinni.